Hoppa yfir í efnið

Tæknilegar upplýsingar

Hérna er samantekt með völdum upplýsingum um húsið sem gætu gagnast við viðhald og endurbætur. Fyrstu eignir í húsinu voru afhentar kaupendum vorið 2019 en húsið var ekki fullklárað þá og hlutir gætu hafa verið gerðir á mismunandi hátt á milli einstakra eignarhluta.

Eigendur geta hafa gert breytingar á eignum sínum og upphaflegir kaupendur gætu hafa samið við byggingaraðila um öðruvísi frágang. Húsfélagið gæti hafa gert breytingar á sameign sem ekki eru skjalaðar hér. Upplýsingarnar eru birtar með fyrirvara um villur. Hér með er búið að vara þig við að engin ábyrgð er tekin á röngum upplýsingum sem kunna að vera hér. Áður en ákvarðanir eru teknar eða ráðist er í breytingar ætti alltaf að leita frumgagna, skoða hvort upplýsingarnar samrýmist raunveruleikanum og leita staðfestingar á upplýsingum eftir öðrum leiðum.

Byggingaraðili

Eykt byggði húsið fyrir Höfðaíbúðir.

Hönnuðir

  • Arkitekt - PKdM Arkitektar ehf., Þórunnartúni 2, Reykjavík.
  • Burðarþol og lagnir - Conís ehf. – verkfræðiráðgjöf, Hlíðasmára 11, Kópavogi.
  • Raflagnir - Verkhönnun ehf., Þórunnartúni 2, Reykjavík.
  • Brunahönnun - Verkfræðistofan Efla, Höfðabakka 9, Reykjavík.

Utanhúss

Þak, veggir og klæðning

Burðarvirki hússins eru steypt. Útveggir eru einangraðir og klæddir að utan með álklæðningu. Þök hússins eru klædd með þakdúk/þakpappa, einangruð og fergð með steyptum hellum.

  • Álplötur/kassettur: EN AW 5754 H22 (Byko)
  • Klæðning - litur: Anodiserað bronce Nr. 332-C2 (Byko)
  • Álplötur - litur: RAL 8008 (Byko)

Gluggar og útihurðir

Gluggar eru ál/trégluggar. Gler í gluggum er tvöfalt einangrunargler.

  • Gluggakerfi: Schüco FW50+HI frá Byko
  • Opnanlegir gluggar í gluggakerfi: Schüco AWS114 frá Byko
  • Hurðir í gluggakerfi: Schüco ADS HD Serie 70.HI frá Byko
  • Tré/ál gluggar gluggakerfi: UPB Coto 48 frá Byko

Svalir

Gler í handriði er 2x10mm hert+ samlímt frá Samverk. Svalakerfið er frá finnska framleiðandanum Cover. Gler í svalalokun er Hert gler Linea Azzura 15mm frá Samverk.

Stálvirki

  • Blómaker eru úr Cortenstáli frá Fagstál
  • Vindbrjótar eru úr Cortenstáli frá Yabimo
  • Inntaksháfur fyrir loftræsingu eru úr Cortenstáli frá Fagstál
  • Hjólastandar eru úr S235 - galv. acc. to EN ISO 1461 frá Yabimo

Útihurðir anddyra í sameign á jarðhæð eru úr áli. Handrið á svölum eru uppbyggð sem portveggur og glerhandrið er fest á. Svölum allra íbúða nema íbúða 0101, 0211, 0411, 0611 og 0803, var skilað með svalalokun ofan handriðs.

Lóð er sameiginleg fyrir allt Höfðatorg. Næst húsinu er lóðin hellulögð. Snjóbræðsla er við aðalanddyri hússins. Rekstur og viðhald lóðar fer fram í sér félagi.

Sorpgeymsla fyrir heimilisúrgang frá íbúðum er í djúpgámum sem staðsettir eru vestan við húsið.

Kynding

Húsið er hitað með heitu vatni. Upphitun í sameign á jarðhæð er með gólfhita. Íbúðir og verslunarrými eru með gólfhita. Í kjallara er upphitun með hefðbundnum veggofnum.

Gólfefni

Gólf í anddyrum á jarðhæð og lyftum eru flísalögð. Lyftugangar að íbúðum á efri hæðum eru teppalagðir með teppaflísum frá Parka. Í geymslum, göngum í kjallara og tæknirýmum eru gólf máluð með gólfmálningu. Gólf stigahúsa eru með steypuáferð.

Íbúðum var flestum skilað frá byggingaraðila án gólfefna en með flísalögðum gólfum baðherbergja. Á eigendum íbúða í húsinu hvílir sú skylda að velja gólfefni og ganga á allan hátt rétt frá við lagningu gólfefna þannig að uppfyllt séu ákvæði byggingarreglugerðar um hljóðvist í íbúðarhúsnæði, bæði við lagningu gólfefna þar sem fyrsti eigandi leggur til gólfefni sjálfur og við viðhald á gólfefnum síðar. Til þess að gólfhiti virki eðlilega þarf gólfdúkur undir viðkomandi gólfefni að hleypa hitanum í gegnum sig. Vegna þessa er mjög mikilvægt að við val á gólfefnum og lagningu þeirra hafi eigandi íbúðar fullt samráð við fagaðila. Sérstök athygli er vakin á því að flísalögð gólf baðherbergja eru um 2-2,5 sm hærri en ófrágengin gólf íbúðar. Þetta þurfa eigendur að hafa í huga við val á öðrum gólfefnum íbúðar svo að ekki myndist hæðarmunur milli gólfefna vegna þessa.

Gólf í bílskúrum og soprgeymslu er lagt Epoxy Topp 4000 gólfefni. Á geymlsugöngum var gólf málað með Maxi 700 þykkmálning frá Gólflögnum, litur; grátt.

Málning

Upplýsingar sem fengust frá byggingaraðila um upphaflega málningu. ATH að breytingar gætu hafa verið gerðir á einstaka svæðum bæði fyrir og eftir afhendingu frá byggingaraðila.

Íbúðagangar

  • Veggir: Málning hf. Litur NCS S3502-Y – áferð: matt gljástig.
  • Loft: Málning hf. Litur NCS S3502-Y – áferð: matt gljástig 20.

Sjónsteyptir veggir eru rykbundnir og málaðir með óþynntu akríllakki 03 einnig frá sama framleiðanda.

Íbúðir

  • Veggir: Kópal 10-plús 4 RAL 9010 eða S-0502-Y, gljástgi 4%
  • Baðveggir: S-1502-Y, gljástig 4%
  • Loft: Kópal 10-plús 2 RAL 9010 eða S-0502-Y, gljástig 2%
  • Baðloft: Acrylhúð 20 – RAL 901 eða S-0502-Y, gljástig 2%
  • Gluggar: Nordsjö Superfinish 40 frá Sérefni, litur: RAL 9010.

  • Húsfélagið hefur fengið misvísandi upplýsingar um hvaða litanúmer voru upphaflega á málningu íbúða. Bæði litanúmerin eru því sett inn hérna.

Kjallari (gangar, geymslur og bílskúrar)

  • Veggir: Málning hf, litur NCS-S0502-Y, gljástig20.

Stigahús

  • Veggir: Jotun Jotaproff Akryl - NCS S1080 R - 25%, Húsasmiðjan.

Hurðir

Í sameign

  • Anddyri: Dökkgrár RAL 7043 – áferð matt.
  • Stálhurðir: IGS Steel door EURO SD / DD - RAL 7021 frá Parka.
  • Geymsluhurðir: Grauthoff Astra Onyxgrau - RAL 7012 frá Parka.
  • Læsingar eru ýmist í lyklakerfi frá Láshúsinu eða með rafmangslæsingum tengdum aðgangskerfi hússins.

Í íbúðum

  • Hurðar á milli herbergja og í geymslu komu frá Ebson. Ebson.is

Merkingar

Íbúðanúmer eru úr ryðfríu, þykku stáli frá Merkingu ehf. Litur: hvítur NCS-­‐S0502-­‐G50Y – áferð matt. (sami litur og áferð og á hurðum og lofti). Litur: Burstað ryðfrítt stál. Leturgerð Avenir Light. Aðrar merkingar, s.s. merkingar á flóttahurðum, eru í sömu stærð og letri og íbúðarnúmer en límdar fólíumerkingar. Merkingar hæða á flóttahurðum að innanverðu eru einnig fólíumerkingar 35cm að hæð í leturgerð Avenir Light.

Póstkassar

Póstkassar eru samsettir í ramma og festir á vegg en brunastöð, bjöllukerfi og öðrum búnaði er einnig komið fyrir í sama ramma við hlið póstkassa. Póstkassarnir eru af Joma gerð, Lobby H-3425 - svart matte RAL 9005 og koma frá Vélar og Verkfæri.

Burstamottur

Burstamottur í anddyrum eru Durol frá Burstagerðinni.

Dyrabjöllur og dyrasími

Dyrabjöllur með myndavél eru bæði í andddyri á jarðhæð og á báðum hæðum bílakjallara. Takkaborðið er af tegundinni Gira System 106. Dyrasímar inni í íbúðum eru mynddyrasímar frá TCS, Series TAST. Kerfið er frá Ískraft.

Litur/áferð: burstað ryðfrítt stál Litur / áferð: Stainless steel Mynddyrasími Mynddyrasími er frágenginn og staðsettur í inngangsrými íbúðar. TCS AG Gerð númer Series TAST. Frá Ískraft.

Eldvarnarkerfi

Sjá upplýsingar um eldvarnarkefi Bríetartúns 9-11

Hitastillar í íbúðum

Hitastillar í íbúðum eru af Danfoss Icon gerð. Þegar athuga þarf hitastig í rýminu skal snerta hitastillinn og vekja hann. Þá sýnir hann raunhita í rýminu. Ef breyta þarf hitastiginu skal snerta örina upp til að hækka eða örina niður til að lækka hitann í það óskgildi sem notandi vill. Þegar búið er að ákvarða hitastigið skal snerta ✓ merkið hægra megin til að samþykkja hitastigið og senda upplýsingarnar í móðurstöðina.

Leiðbeiningar um noktun Danfoss Icon vegghitastilla.

Lyftur

Fjórar lyftur eru í húsinu, tvær fyrir hvorn stigagang. Lyfturnar eru frá Schindler og lyftuklefar eru úr "Park avenue" línunni frá þeim. Húsfélagið er með þjónustusamning við Héðinn Schindler lyftur ehf. og sjá þau um reglulegt viðhald og húsfélagið kallar þau til við bilanir. Önnur lyftan í Bríetartúni 9 er bruna/-öryggislyfta.

Pípulagnir

Topplagnir sáu um pípulagnir í húsinu. Topplagnir.is

Loftræstikerfi

Húsfélagið er með þjónustusamning við Hitatækni ehf. Hitatækni

Upphaflegir birgjar

Hérna er listi yfir upphaflega byrgja samkvæmt upplýsingum sem fengust frá byggingaraðila hússins.

  • Innréttingar - Innréttingar á baði, eldhúsi, fataskápum og forstofuskápum eru frá Schmidt. Parki er umboðsaðil Schmidt á Íslandi. Hurðar í sameign komu einnig frá Parka Parki.is
  • Hurðir í séreignum - Hurðar á milli herbergja og í geymslu komu frá Ebson. Ebson.is
  • Raftæki - Raftæki í eldhúsi (ofn, helluborð og háfur) komu frá Ormsson ehf. Ormsson.is
  • Lyklar - Lyklakerfið í húsinu var búið til af Láshúsinu og er hægt að fá nýjan kerfislykil þar. Lashusid.is
  • Svalalokanir - Fyrirtækið sem sá um svalalokanirnar er hætt starfsemi en Normx selja svalakonar frá sama framleiðanda. Normx.is
  • Dyrasímar - Ískraft

Upphaflegur búnaður íbúða

Hérna eru þær upplýsingar sem til eru um upphaflegan búnað íbúða með fyrirvara um að ekki voru allar íbúðir eins útbúnar og að villur gætu leynst í upplýsingunum.