Hafa samband
Það er enginn einn aðili sem sér um að taka við öllum fyrirspurnum og miðla áfram heldur þarf að senda fyrirspurnir og önnur erindi á réttan aðila eftir eðli:
Fjármál, bókhald, húsfundir, aðgangur að gögnum ofl.
Húsfélagið er í þjónustuleið 3 í húsfélagaþjónustu hjá Eignaumsjón. Þau sjá um fjármál, bókhald og utanumhald um húsfundi húsfélagsins ásamt því að aðstoða við útvegun þjónustu og tilboða. Öllum spurningum er varða hússjóð og innheimtu húsgjalda ætti að beina til Eignaumsjónar.
Eignaumsjón sér um að útbúa yfirlýsingu húsfélags vegna fasteignaviðskipta. Yfirlýsingin er útbúin fyrir núverandi eiganda gegn greiðslu kostnaðar.
Í húsbók Eignaumsjónar geta eigendur nálgast upplýsingar bæði frá Eignaumsjón og stjórn húsfélagsins.
Þrif og húsumsjón
Húsfélagið kaupir bæði regluleg þrif á sameign og húsumsjónarþjónustu frá Heimaleigu. Hægt er að hafa samband með tölvupósti á netfangið brietartun911@heimaleiga.is.
Aðgangskort, dropar og leyninúmer
Læstum hurðum í sameign er langflestum aðgangsstýrt með rafrænu aðgangsstýringarkerfi frá Öryggismiðstöð Íslands. Hurðum inn á stiganga er aflæst með aðgangskóða og/eða aðgangslykli í formi korts eða dropa. Á geymslugöngum og tæknirýmum þarf að nota bæði aðgangskort/dropa og aðgangskóða. Eigendur geta pantað aðgangskort, dropa eða nýjan kóða hér gegn gjaldi.
Lyklar að djúpgámum
Djúpgámum íbúa er læst með öðru lyklakerfi heldur en hurðum og það þarf því sérstakt aðgangskort fyrir gámana. Eigendur geta pantað lyklakort að djúpgámum hér gegn gjaldi.
Merkingar á dyrabjöllu og póstkassa
Merkingar á dyrabjöllum og póstkössum eru sameiginlegar og er eigendum óheimilt að breyta þeim án samráðs við húsfélagið. Nöfn eru sett á skilti húsfélagsins í anddyri við hlið dyrabjöllu og póstkassar eru eingöngu merktir með íbúðarnúmeri. Kostnaður við breytingu á merkingu er greiddur af eiganda viðkomandi eignarhluta en breytingin er framkvæmd af húsfélaginu. Kostnaðurinn er síðan innheimtur með húsfélagsgjöldum. Kostnaður hefur verið u.þ.b. 6.500 kr. á hvert íbúðarskilti. Eigandi fyllir út þetta form til að panta breytingu á skilti.
Lóð og Bílakjallari
Tvö önnur félög sjá um rekstur lóðar Höfðatorgs annars vegar og rekstur bílakjallara Höfðatorgs hins vegar. Þessi félög eru sameiginleg með öllum húsum á Höfðatorgi. Hafir þú ábendingu til þeirra sem sjá um daglegan rekstur skaltu senda tölvupóst á husumsjon@hofdatorg.is
Húsfélag hússins kemur ekki að rekstri bílakjallarans eða útleigu bílastæða. Hægt er að greiða fyrir bílastæði í sjálfsala í bílakjallara og í Parka appinu. Þeir íbúar sem vilja leigja langtímastæði í bílakjallara eða ræða mál tengd bílakjallara er bent á að hafa samband við Íþaka.
Aðstoð með séreign
Innréttingar og búnaður í séreignarrýmum er í flestum tilfellum séreign eiganda viðkomandi rýmis og húsfélagið veitir almennt ekki aðstoð með slíka hluti. Í íbúðum og öðrum séreignarrýmum eru samt nokkrir hlutir sem geta verið sameign eins og dyrasímar, sprinklera, sameiginlegir reykskynjarar, sameiginlegar lagnir og annað slíkt. Hafðu samband við húsumsjón eða stjórn húsfélagsins til að fá aðstoð í þannig tilfellum.
Stjórn
Stjórn húsfélagsins fer með sameiginleg málefni húsfélagsins milli funda og sér um framkvæmd viðhalds og rekstur sameignarinnar og öll önnur sameiginleg málefni í samræmi við ákvæði fjöleignarhúsalaganna, önnur lög og samþykktir og ákvarðanir húsfunda. Ef þú ert með erindi til stjórnar skaltu senda tölvupóst á brietartun911@gmail.com. Stjórnin tekur fyrir aðsend erindi á stjórnarfundum sem formaður húsfélagsins boðar til, þeir eru haldnir nokkrum sinnum á ári.