Hoppa yfir í efnið

Um húsið

Bríetartún 9-11 er fjöleignarhús á Höfðatorgi í Reykjavík sem er skipt upp í 94 íbúðir og eitt verslunarrými. Í húsinu eru tveir íbúðastigagangar, nr. 9 sem er 12 hæðir auk kjallara með íbúðir á öllum hæðum og nr. 11 sem er 7 hæðir auk kjallara með íbúðir á öllum hæðum nema jarðhæð. Á jarðhæð er verslunar- og þjónusturými með ungbarnaleikskóla og hárgreiðslustofu. Í kjallara eru geymslur, lagerrými og bílskúrar auk þess sem þaðan er aðgengi að bílakjallara Höfðatorgs.

Húsið skiptist í íbúðir og verslunarrými sem eru séreign, tvo íbúðastigaganga sem eru sameign viðkomandi íbúðareigenda og sameiginlegan kjallara með geymslum, bílskúrum og lagerrými sem eru séreign. Djúpgámar og sorpgeymsla eru sameign íbúðareigenda úr báðum stigagöngum. Húsið stendur á sameiginlegri lóð Höfðatorgs og kjallarinn er umkringdur bílakjallara sem er sameiginlegur með öðrum húsum á lóðinni.